ALLIR VEGIR Í ÖLLUM VEÐRUM  

Sænsk gæði í bland við ævintýraþrá - sportlegur fólksbíll sem sker sig úr.

AFGERANDI HÖNNUN

Sérlega áræðin afstaða

S60 Cross Country hefur tígulega og sterkbyggða nærveru sem endurómar hæfi og gæði bílsins. Innbyggð útblástursrörin endurspegla dulmagnaða hlið bílsins, en rúmgott og leðurklætt innra byrðið er búið notendavænum sætum sem gefa honum lúxusyfirbragð.

HÁGÆÐA STJÓRNUNAREIGINLEIKAR

Sannkölluð mýkt í torfærum

Næmari stjórnunareiginleikar, aukin hæð frá jörðu og sterkbyggð smíði bílsins veitir þér aukið traust til að reyna á mörkin.

Endurbætt stöðugleikastýring (með Torque Vectoring System) og beygjugrip gera akstursreynsluna ánægjulegri. Nýr hjólabúnaður (Cross Country) með 20 cm veghæð og hágæða hjólbarðar auka þægindi og vernd.

hafðu samband

Líst þér vel á þennan?

Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð eða svör við spurningum sem leita á þig. Ef þú vilt setja bíl upp í þá er gagnlegt að senda okkur bílnúmer væntanlegs uppítökubíls. Við tökum allar gerðir bíla upp í. Mismuninn getur þú greitt eða við útvegum hagstæða fjármögnun. Skráðu þig líka á póstlista og fáðu fréttirnar fyrst/ur.

Fáðu tilboð

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.