volvo_xc90T8_plugin_Hero_HD

VOLVO XC90 T8

Volvo XC90 er með T8 tvinnvél. Aflið er gríðarlega mikið, eða 407 hestöfl með hröðun frá 0-100 km á 5,6 sekúndum og eyðslu frá aðeins 2,1 l/100 km í blönduðum akstri. Togið er 640 Nm og losun koltvísýrings er einungis 49 g/km. Komdu í Brimborg og kynntu þér hinn margrómaða Volvo XC90.

Volvo XC90 er bíll ársins 2016 á Íslandi

Volvo XC90 hefur verið valinn bíll ársins 2016 á Íslandi. Bandalag íslenskra blaðamanna stendur fyrir valinu en þetta er í þrettánda skiptið sem verðlaunin eru afhent. 30 bílar voru tilnefndir í ár. Öllum bílunum var reynsluekið af dómnefnd og í framhaldi gefin einkunn hvað 12 mismunandi þætti varða. Volvo XC90 stóð uppi sem sigurvegari keppninnar enda stórglæsilegur 7 manna lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo. Volvo vann í fjögur ár að þróun hans og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Volvo XC90 í PDF

Volvo XC90 bíll ársins 2015 hjá Auto Express

Volvo XC90 hefur verið valinn bíll ársins 2015 og af því tilefni sagði Steve Fowler, ritstjóri Auto Express: 

"Við höfum beðið lengi eftir XC90 en það var vel þess virði – þetta er stórkostlegur jeppi. Hann setur ekki einungis ný viðmið fyrir Volvo heldur fyrir bílamarkaðinn í  heild. Volvo XC90 er leiðandi hvað varðar tækni, hagkvæmni, stíl og öryggi. Hann hefur einstakan stíl bæði að innan sem utan, sem okkur óraði ekki fyrir. Ef XC90 er það sem framtíðin ber í skauti sér hjá Volvo er framtíðin mjög björt."

Volvo XC90 hefur með þessum verðlaunum náð þeim merka árangri að hljóta 19 alþjóðleg verðlaun.

LESTU MEIRA á Auto Express

Volvo_XC90_AutoExpress_aVolvo_XC90_AutoExpress_awards2015

Natni við SMÁATRIÐI

Listasmíð

Samhljómur er á milli allra þátta, milli áferðar leðurs og viðarklæðningar. Natnin sem býr að baki hönnuninni á Volvo XC90 endurspeglast m.a. í gírstöng úr kristal og loftkældum framsætum, innblásin af formi mannslíkamans, með nuddbúnaði og fjögurra þrepa rafknúnum stuðningi við mjóbak.sparneytni og afl

Engar málamiðlanir

Við höfum aukið afl og bætt vistspor XC90. Í því liggur okkar mantra, að ekki þurfi að fórna afli og framúrskarandi aksturseiginleikum í þágu sparneytni og lítillar losunar koltvísýrings. Auk þess er hægt að velja mismunandi akstursstillingar, eins og Comfort og Off Road, fyrir mismunandi stemmningu og undirlag.

Nýtt andlit Volvo

XC90 gefur tóninn fyrir komandi kynslóðir Volvo bíla. Ytra útlitið er voldugt og glæsilegt. Aldrei fyrr hefur Volvo hannað jafn rúmgott, 7 manna, innanrými með jafn miklum lúxus. XC90 er jafnframt fyrsti bíllinn sem Volvo kynnir sem er byggður á SPA undirvagns-tækninni.

Nýtt járnmerki

Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem státar af nýju járnmerki Volvo. Járnmerkið sem er á framenda bílsins hefur bæði verið endurhannað og gert meira áberandi en áður. Nýja járnmerkið ásamt nýju T-laga DRL framljósunum sem hafa hlotið heitið Þórshamar eru helstu einkenni nýja andlits Volvo XC90.

7 sæta innanrými XC90

Innanrými Volvo XC90 sem rúmar vel 7 manns, er tilkomumikið og þar ræður glæsileikinn ríkjum. Hönnunin er einföld, stílhrein og fallega samtvinnuð nýjustu tækni. Aldrei fyrr hefur Volvo hannað innanrými með jafn miklum lúxus. Allt efni í innanrými Volvo XC90 er það besta sem völ er á en mest áberandi í innanrýminu er stór snertiskjár í miðjustokk bílsins.

SPA tækni Volvo

Scalable Product Architecture (SPA) undivagns-tæknin hefur verið í þróun hjá Volvo síðastliðin fjögur ár. Nýi Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem hannaður er með þessari tækni en í framtíðinni verða allar gerðir Volvo hannaðar með SPA undirvagns-tækninni. 

Nýtt upphaf

Fullkomnasti öryggisstaðalbúnaðurinn

XC90 er búinn fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinum á markaðnum. Þar á meðal eru tvær nýjungar sem aldrei hafa verið í boði áður. Þessar tækninýjungar sem Volvo heimsfrumsýnir nú, gera Volvo XC90 að einum öruggasta bíl heims og færir fyrirtækið jafnframt skrefi nær markmiði sínu um að frá árinu 2020 muni enginn slasast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo. 

Vörn við útafakstur. Heimsfrumsýning

Volvo heimsfrumsýnir þetta öryggiskerfi í nýja Volvo XC90. Ef útafakstur á sér stað nemur Volvo XC90 aðstæður og við það virkjast búnaður sem dregur úr líkum á alvarlegum skaða. Búnaðurinn virkar þannig að í stað þess að farþeginn skelli á sætinu við höggið þá gefur sætið eftir og við það minnkar höggið um þriðjung. Búnaðurinn strekkir auk þess betur á öryggisbeltum svo að ökumaður og farþegar haldast í sömu stöðu. Hert er á öryggisbeltunum svo lengi sem bíllinn er á hreyfingu.

Sjálfvirk bremsa. Heimsfrumsýning

Volvo XC90 er fyrsti bíllinn í heiminum sem býr yfir sjálfvirkri bremsu ef ökumaður beygir í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Slíkar aðstæður geta til dæmis átt sér stað á gatnamótum eða á fjölförnum umferðargötum þar sem hraðinn er meiri. Nýi Volvo XC90 nemur mögulegan árekstur og hemlar sjálfkrafa. Með því að draga úr hraða bílsins minnka líkurnar á alvarlegum árekstri eða komið er alfarið í veg fyrir árekstur.

Borgaröryggi Volvo 

Borgaröryggi, sem er staðalbúnaður í Volvo XC90, er regnhlífarheiti yfir allar sjálfvirkar bremsur Volvo. Tilgangur þessa árekstra-öryggiskerfis er að aðstoða ökumenn í aðstæðum þar sem eru miklar líkur á árekstri við ökutæki, gangandi vegfaranda eða hjólreiðamann. Kerfið aðstoðar ökumann með því að gefa frá sér viðvaranir. Ef árekstur er yfirvofandi og ökumaður bregst ekki við aðsteðjandi hættu virkjar kerfið hemlun.

Öryggisbúnaður á heimsmælikvarða

Í nýjum Volvo XC90 er öryggisbúnaður á heimsmælikvarða og má þar nefna aftanákeyrsluvörn, byltingarkennda veltuvörn og blindpunktsaðvörunarkerfi (BLIS). Ytra byrði Volvo XC90 er gert úr sérstöku hástyrktarstáli (e. Boron steel) sem er sterkasta stál sem fyrirfinnst.

Sæktu nánari upplýsingar um Volvo XC90 í PDF

Nánari Upplýsingar

hafðu samband

Líst þér vel á þennan?

Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð eða svör við spurningum sem leita á þig. Ef þú vilt setja bíl upp í þá er gagnlegt að senda okkur bílnúmer væntanlegs uppítökubíls. Við tökum allar gerðir bíla upp í. Mismuninn getur þú greitt eða við útvegum hagstæða fjármögnun. Skráðu þig líka á póstlista og fáðu fréttirnar fyrst/ur.

Fáðu tilboð

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.