SANNUR HEIMSBORGARI, STOLTUR SKANDÍNAVÍUBÚI

Meginstyrkur okkar kemur frá starfsmönnum okkar.

Fyrsti Volvo-bíllinn kom af framleiðslulínunni í Gautaborg árið 1927 og síðan þá höfum við vaxið við hverja raun og skapað á þeim tíma nýjungar sem breyttu heiminum. 

Við erum einnig vörumerki á heimsvísu með framleiðslu í Svíþjóð, Belgíu og Kína.

Volvo Car Group framleiðir gott úrval af bílum sem inniheldur fólksbíla, skutbíla, sportbíla, jepplinga og sportjeppa. 

Eigandi Volvo Car Group (Volvo Cars) er Zhejiang Geely Holding (Geely Holding) í Kína.

Lestu meira um Volvo Cars hér

Framkvæmdastjórn og framkvæmdarstjórar

Við erum stolt af þeim gæðum og þekkingarbrunni sem er að finna hjá stjórnendum okkar og stjórnarmeðlimum. Í sameiningu hafa þessir einstaklingar margra alda reynslu.

FRAMKVÆMDASTJÓRN

Ábyrg viðskipti

Ítarlegar siðareglur okkar, sem byggjast á fyrirliggjandi meginstefnum, er okkar leið til að tryggja að við stýrum viðskiptum á siðlegan og lagalegan hátt. Siðareglurnar eiga við alla starfsmenn hjá Volvo Cars og einnig ráðgjafa og umboðsaðila sem vinna samkvæmt stefnu fyrirtækisins. Við ætlumst einnig til þess að viðskiptatengiliðir okkar og samstarfsfyrirtæki noti í starfsemi sinni sömu meginreglur eða svipaðar og koma fram í siðareglunum. Þetta er einnig mikilvægur liður af skuldbindingu okkar gagnvart sjálfbærni.


SIÐAREGLUR

Okkar sýn og markmið

Framtíðarsýn okkar er að vera framsæknasta og eftirsóknarverðasta bílamerki í heimi. Við trúum því að alþjóðleg velgengni byggi á því að gera lífið minna flókið fyrir fólk, og um leið styrkja skuldbindingu okkar við að tryggja öryggi, gæði og hreinna umhverfi.


Volvo Cars í Kína

Árið 2014 tók Kína við af Bandaríkjunum sem stærsti markaður Volvo Cars, með 81.221 selda bíla, sem er 32,8% aukning frá 2013. Mest seldi Volvo-bíllinn í Kína var XC60 og þar á eftir kom S60L fólksbíllinn sem var sérstaklega hugsaður fyrir Kínverska markaðinn.

Stofnun þriggja verksmiðja, vaxandi net sölustaða og stækkandi vöruframboð eru þeir þættir sem vega stærst í áframhaldandi vexti Volvo Cars í Kína.

 

Sjálfbærniskýrsla

Frá árinu 2000 höfum við gefið út skýrslur um umhverfis-, heilsu- og öryggshliðar á framleiðsluvörum okkar, áður en slíkra vinnubragða var krafist með lögum og reglugerðum árið 2003. Skoðaðu nýjustu sjálfbærniskýrsluna okkar sem unnin var í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar fyrir skýrslugerð frá Global Reporting Initiative (GRI).

sjálfbærniskýrsla

Ársskýrsla

Við tilkynnum utanaðkomandi hagsmunaaðilum opinberlega um fjárhagslegan árangur fyrirtækisins. Þú getur fengið nýjustu upplýsingarnar um heildarárangur Volvo Cars á mörkuðum í hlutanum Ársskýrsla.

Heimurinn okkar

2013

Meðalhlutfall starfsmanna eftir löndum

Janúar - júní 2014

10 bestu markaðirnir

Janúar - júní 2014

Sala eftir löndum

Janúar - júní 2014

Sala eftir tegundum

Volvo XC60
XC60

65.841 seldir bílar (28,7%)

Volvo V40 Car
V40

39.791 seldir bílar (17,4%)

Volvo S60 Car
S60

32.014 seldir bílar (þar á meðal S60 L) (14,0%)

Volvo V60 Car
V60

31.579 seldir bílar (13,8%)

Volvo XC70
XC70

14.315 seldir bílar (6,3%)

Volvo V70 Car
V70

13.812 seldir bílar (6,0%)

Volvo V40 Cross Country Car
V40 CC

12.682 seldir bílar (5,5%)

Volvo S80 Car
S80

6.534 seldir bílar (þar á meðal S80 L) (2,9%)

Volvo XC90 Car
XC90

11.368 seldir bílar (5,0%)

Leyfðu okkur að heyra í þér

Allir sem vinna hjá eða með Volvo Cars ættu að vera ófeimnir við að spyrja spurninga eða vekja athygli á siðferðilegum spurningum eða málum sem ekki falla undir lög og reglur. Við styðjum menningarlegt frjálslyndi, heiðarleika og ábyrgð. Ef þú vilt tilkynna brot á siðareglum okkar getur þú sent inn tilkynningu.

LEYFÐU OKKUR AÐ HEYRA Í ÞÉR