LOFORÐ OKKAR TIL HEIMSBYGGÐARINNAR

Ábyrgð er lykilatriði í öllu sem við gerum.

Við byrjuðum að framleiða bíla árið 1927 því við trúðum því að engir væru að framleiða bíla sem væru nógu sterkir eða nógu öruggir fyrir sænska vegi. Síðan þá höfum við kynnt til sögunnar tugi uppfinninga sem margar hafa breytt heiminum. Og það er þessi skuldbinding sem hvetur okkur áfram að næstu frábæru hugmynd fyrir Volvo Cars.

Manneskjan í fyrsta sæti

Við munum laða að okkur starfsmenn sem vilja koma á framfæri nýrri hugsun til að leysa stærstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir. Og við erum hreykin af ástríðufullum starfsmönnum okkar. Kíktu því á atvinnusíðuna okkar ef vinna hjá Volvo Car Group höfðar til þín.


STARFSFERILL HJÁ VOLVO CARS

Öryggi þitt og umhyggja fyrir veröldinni

Mikilvægur liður í nálgun okkar á sjálfbærni er að verja þig og veröld þína. Við tökum mjög alvarlega ábyrgð okkar gagnvart þínu öryggi og það markmið okkar að takmarka áhrif okkar á umhverfið. Sjálfbærni er lykilatriði í öllum okkar ákvörðunum og fjárfestingum og það er lykillinn að árangursríkum og siðlegum viðskiptum.

AÐ VERJA VERÖLDINA

YFIRLÝSING UM MEGINGILDI – UMHVERFI

Að leggja sitt af mörkum í heiminum

Við höfum alltaf lagt áherslu á öryggi en við skiljum líka þau umhverfisáhrif sem bílar hafa. Það er þess vegna sem við þróuðum Drive-E aflrásirnar sem eru skilvirkari og menga minna. 

Við látum okkur einnig varða þitt eigið andrúmsloft og umhverfi. Loftið inni í Volvo-bíl er því hreinna en það sem er fyrir utan hann, þökk sé loftstjórnkerfinu okkar. Og við gerum okkur grein fyrir því að bílar þurfa að vera betur samlagaðir að þínu lífi. 


LESTU MEIRA UM DRIVE-E

Ábyrg viðskipti

Ítarlegar siðareglur okkar, sem byggjast á fyrirliggjandi meginstefnum, er okkar leið til að tryggja að við stýrum viðskiptum á siðlegan og lagalegan hátt. Siðareglurnar eiga við alla starfsmenn hjá Volvo Cars og einnig ráðgjafa og umboðsaðila sem vinna samkvæmt stefnu fyrirtækisins. Við ætlumst einnig til þess að viðskiptatengiliðir okkar og samstarfsfyrirtæki noti í starfsemi sinni sömu meginreglur eða svipaðar og koma fram í siðareglunum. Þetta er einnig mikilvægur liður af skuldbindingu okkar gagnvart sjálfbærni.

SIÐAREGLUR

Nýjasta sjálfbærniskýrslan

Frá árinu 2000 höfum við gefið út skýrslur um umhverfis-, heilsu- og öryggshliðar á framleiðsluvörum okkar, áður en slíkra vinnubragða var krafist með lögum og reglugerðum.

Árið 2003 gáfum við út okkar fyrstu sjálfbærniskýrslu í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar fyrir skýrslugerð frá Global Reporting Initiative (GRI). Þú getur náð í nýjustu sjálfbærniskýrslunni okkar hér.


AÐRAR SJÁLFBÆRNISKÝRSLUR

Tengiliður, sjálfbærni

Ef þú hefur einhverjar spurningar um sjálfbærni eða nýjustu skýrsluna okkar skaltu hafa samband við okkur með eftirfarandi hætti:

Volvo Car Group
Corporate Communications/Sustainability
50232, PVH 50
SE – 405 31
Gautaborg, Svíþjóð

citizen@volvocars.com