SENSUS

Heldur þér tengdum og gerir vegaupplifunina frábæra.

Þægileg upplifun af ferðalaginu ætti bæði að stafa af því hvernig bíllinn fer með þig en ekki síður hvernig þér líður við aksturinn.

Úr þessum jarðvegi spratt Sensus hugmyndin sem er undirstaða tækninnar sem tengir þig við bílinn og allan heiminn.

Djúp hugsun liggur að baki hönnuninni sem gerir þér kleift að halda fullkominn stjórn og aðlaga aksturinn að þínum óskum  – því við viljum að þú takir jafn miklu ástfóstri við innviði bílsins eins og útlitið.

ÞJÓNUSTA

Volvo On Call

Volvo On Call er app fyrir snjallsíma – það er hlaðið snjöllum lausnum sem gera þér kleift að stjórna bílnum og kalla eftir aðstoð. Þetta er okkar leið til að gera hversdagslífið svolítið einfaldara.

Einstakur bíll frá okkur, sérstaklega fyrir þig

Sensus snjalltæknin okkar var hönnuð með þig og þarfir þínar í huga. Sensus snjalltæknin veitir Volvo verulegt samkeppnisforskot.

Stjórnaðu með símanum

Stjórnaðu bílnum með Volvo On Call appinu eða halaðu uppáhalds öppunum þínum niður með persónusniðnum stillingum beint í bílinn.

Viðurkennd tækni

Sensus Connect hefur verið viðurkennt sem besta upplýsinga- og afþreyingarkerfið í sínum flokki.

Vertu vel tengdur

Enginn annar bílaframleiðandi getur boðið jafn fjölhæft kerfi í öllum sínum bílgerðum hvar sem er í heiminum.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.